Yfirlýsing um loftslagsmál - skráning
Festa - miðstöð um sjálfbærni og samfélagsábyrgð á samstarf við Reykjavíkurborg, Akureyrarbæ og fleiri um loftslagsverkefni fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja leggja sitt af mörkum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif.

Mikilvægt er að sveitafélög og fyrirtæki taki frumkvæði en á Íslandi er algengasta áskorun fyrirtækja losun úrgangs og mengandi samgöngur. Aðilar að yfirlýsingunni eru því sammála um að sýna samfélagslega ábyrgð í verki með því að setja sér markmið um að:

1. draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
2. minnka myndun úrgangs, m.a. með því að nota minna af óendurvinnanlegu hráefni og umbúðum, endurvinna og endurnýta
3. mæla árangurinn og gefa reglulega út upplýsingar um stöðu ofangreindra þátta.

Yfirlýsingin var fyrst undirrituð af frumkvæði borgarstjóra Reykjavíkur í Höfða 16. nóvember 2015 af forsvarsfólki 104 fyrirtækja. Öllum íslenskum rekstraraðilum; fyrirtækjum og stofnunum er nú boðin þátttaka. Festa hefur í þeim tilgangi stofnað til samstarfs við Akureyrarbæ. Verkefnið er hugsað sem hvatning til rekstraraðila um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á eigin forsendum og sýna þar með frumkvæði og ábyrgð gagnvart umhverfinu og samfélaginu. Þátttakendum býðst fræðsla um loftslagsmál, bæði aðferðafræði og af reynslu annarra fyrirtækja.

Festa býður Loftslagsmæli Festu án endurgjalds til allra sem skrifa undir Loftslagsyfirlýsinguna. Mælirinn er reiknivél sem er uppfærð árlega, búinn til af sérfræðingum  úr íslensku atvinnulífi fyrir íslenskt atvinnulíf. Hann er hannaður í takt við alþjóðlega mælikvarða, sérsniðin fyrir íslenskt samfélag. Hann má nálgast hér www.climatepulse.is

Nánari upplýsingar má sjá á vef Festu, www.samfelagsabyrgd.is.

Skráning og undirritun við Loftslagsyfirlýsingu Festu felur í sér að viðkomandi skipulagsheild ætlar að setja sér markmið í samræmi við hana.

Sign in to Google to save your progress. Learn more
 Nafn fyrirtækis/stofnunar/skipulagsheildar *
Kennitala *
Sveitarfélag *
Nafn forstjóra/framkvæmdastjóra *
Nafn æðsta stjórnanda sem skrifar undir yfirlýsinguna
Tengiliður *
Nafn þess sem mun verða tengiliður vegna verkefnisins
Símanúmer tengiliðs *
Netfang tengiliðs *
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy