Skákæfingar TR - Vorönn 2018
Kennsla hjá Taflfélagi Reykjavíkur á vorönn 2018 hefst laugardaginn 6.janúar. Önninni lýkur með vorhátíð barna laugardaginn 5.maí.

Æfingarnar eru fjölbreyttar sem fyrr og sérstaklega hannaðar til þess að mæta þörfum sem flestra áhugasamra skákbarna. Á æfingum félagsins fá börnin markvissa kennslu og persónulega leiðsögn sem nýtist þeim sem grunnur að framförum í skáklistinni. Æfingarnar verða sem fyrr flokkaskiptar eftir getu og aldri.

Æfingagjöld haldast óbreytt frá því sem verið hefur undanfarin misseri. Gjald fyrir æfingahópa sem hittast einu sinni í viku er 8.000kr. Gjald fyrir æfingahópa sem hittast tvisvar í viku er 14.000kr. Líkt og áður er veittur systkinaafsláttur í formi 50% afsláttar fyrir annað barnið, en þriðja barnið æfir frítt. Börn geta sem fyrr tekið þátt í opinni laugardagsæfingu (kl.14-16) án endurgjalds.

Mikilvægt er að skrá þátttakendur á æfingarnar með því að fylla út skráningarform sem finna má á vef félagsins. Öllum er þó frjálst að prófa eina æfingu án skuldbindingar. Foreldrar geta nýtt sér Frístundakort Reykjavíkurborgar ef börnin/unglingarnar eru með lögheimili í Reykjavík.

Allar nánari upplýsingar sem og leiðbeiningar um hvaða æfingar henta hverjum og einum veita skákþjálfarar félagsins.
Sign in to Google to save your progress. Learn more
Veljið skákæfingu *
Fullt nafn *
Kennitala *
Nafn forráðamanns *
Símanúmer forráðamanns *
Tölvupóstur forráðamanns *
Greiðslufyrirkomulag *
Kennitala greiðanda
Eingöngu ef greitt í heimabanka
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy