Ferð í Ölvisholt brugghús
Fágun hefur verið boðið í heimsókn í Ölvisholt brugghús föstudaginn 20. febrúar. Þeir Elvar og Helgi bruggarar hjá Ölvisholti munu veita okkur fúslega allar upplýsingar um hvernig þeir brugga bjórana sína og gefa okkur að smakka af páskabjór Ölvisholts og Skaða beint af gerjunarkútum. Þá er stefnt að því að gefa áhugasömum kost á að fá saison gerið undan Skaða heim með sér í krukku. Upplagt fyrir þá sem eru að uppgötva töfra Saison bjórsins og vilja prófa sig áfram með gerð á honum. Farið verður úr bænum um kl. 16, komið að Ölvisholti um 17 og komið í bæinn milli 20 og 21.

Ókeypis er fyrir félagsmenn 2015 en 2500 krónur fyrir aðra. Forskráning verður á mánaðarfundi Fágunar 2. febrúar, almenn skráning hefst þriðjudaginn 3. febrúar. Félagsmenn 2015 hafa forgang í ferðina. Takmörkuð sæti í boði.
Sign in to Google to save your progress. Learn more
Nafn *
Notandanafn á fágun.is
Tölvupóstfang *
Clear selection
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy