Erlent

Dómstóll segir kynþáttahatur ekki að finna í Tinni í Kongó

Dómstóll í Belgíu hefur úrskurðað að kynþáttahatur sé ekki að finna í teiknimyndasögunni Tinni í Kongó.

Í þessari sögu ræður Tinni m.a. treggáfann svartan mann sem aðstoðarmann sinn og á einum stað segir kona að hvíti maðurinn sé mikill.

Það var maður frá Kongó ásamt Samtökum blökkumanna í Belgíu sem höfðaði málið fyrir dómstólnum og vildu að sagan yrði bönnuð í Belgíu.

Áður, eða árið 2007, komst breskur dómstóll að því að selja bæri söguna með viðvörun á kápu hennar um að kynþáttafordóma væri að finna í henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×